Við höfum því miður ákveðið að hætta miðlun vod leigu á streymisumhverfi Filmflex frá og með deginum í dag, vegna þeirra aðstæðna í þjóðfélaginu sem kalla á að samkvæmt leyfisveitingu
Fjölmiðlanefndar að rekstraraðilar texti allt sitt efni, án þess að tilkomi stuðningur á móti í s.k. fjölmiðlastyrkjum sem því miður renna annað en til þeirra streymisveitna sem af veikum mætti stunda samkeppni við erlendar risa streymisveitur sem þurfa ekki að fara eftir þessum lögum og geta því boðið landsmönnum kvikmyndir og sjónvarpsþætti á ensku eða öðrum tungumálum.
Forráðamaður Skjás 1 hefur ítrekað í gegnum tíðina með opinberum blaðagreinum kallað eftir að markaðurinn sé lagaður að íslenskum streymisveitum, en talað fyrir daufum eyrum.
Kostnaður við textun, kóðun, uppsetningu efnis á server er töluvert mun hærri en leigutekjur og því er mínus um hver mánaðarmót sem er ekki lengur hægt að réttlæta.
Því er það staðan að hætta með vod leigu Skjás 1.
Við þökkum þeim sem kíktu við og tóku mánaðaráskrift hjá okkur og styrktu íslenska streymisveitu fyrir Íslendinga.