Um Skjá 1

Sjónvarpsstöðin Skjár 1 fór fyrst í loftið 16 Október 1998 og voru útsendingar bundnar við Faxaflóasvæðið með útsendingum um örbylgju, en jukust síðan jafnt og þétt með breiðbandi víðar um landið.

Á dagskrá var fjölbreytt úrval þátta sem almenningur tók miklu ástfóstri við eins og Allt í Hers Höndum, The Late Show með David Letterman, Veldi Brittas, Bottom og Dallas auk innlendrar framleiðslu í samstarfi við Nýja Bíó kvikmyndagerð með þættina Silfur Egils & Með Hausverk um helgar.

Áhorfsmælingar sýndu að Skjár 1 varð á stuttum tíma ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Lengi hefur staðið til að endurvekja Skjá 1 og loks fór stöðin aftur í loftið í „flugumynd“ 2019 og nú árið 2020 á tímum covid 19 þegar þúsundir landsmanna voru heima í sóttkví, var ákveðið að hefja streymi aftur þann 1 apríl s.l. og bjóða áhorfendum fríar kvikmyndasýningar alla daga á „gömlu“ sýningartímum kvikmyndahúsanna og nú einungis í línulegri dagskrá án „skjáflakks eða hliðrænna möguleika“ og hafa viðtökur verið mjög góðar. Samstarfsaðilar Skjás 1 varðandi efnisréttindi eru Video International, Excalibur Films & Filmflex. Útsendingarsvæðið er Ísland og vegna efnisréttarákvæða er lokað fyrir áhorf erlendis.

Til stendur að bæta við fleiri dagskrárliðum og auka útsendingarmöguleika um Android TV, Amazon Firestick, LG TV, Samsung Tizen, ROKU & IOS öpp (Apple TV, Iphone & Ipad) & og ná þar til fleiri áhorfenda í samstarfi við www.horfdu.is

Ekki stendur til að dreifa efni sjónvarpsstöðvarinnar um dreifikerfi símafélaganna vegna kostnaðar sem því fylgir, enda geta all flestir landsmenn nú þegar nýtt sér þá áhorfsmöguleika sem eru í boði um snjallsíma og endurkast í stærri sjónvarpstæki með Airplay og Chrome auk þess sem væntanlegar eru fleiri dreifileiðir.

Skjár 1 sýnir nær aðallega klassískar kvikmyndir í SD myndgæðum með íslenskum texta á vefsvæðinu www.skjar1.is Dagskrá stöðvarinnar er opin og án endurgjalds eins og hún var upphaflega.

Auglýsingasala hefst í Nóvember 2020
Skjár 1 getur boðið uppá auglýsingagerð og skjákynningar ef þess er óskað
Netfang: birting@skjar1.is / sími 415 11 11 frá 10:00 – 15:00 virka daga.

Þar sem efni stöðvarinnar er opið og án endurgjalds rekur stöðin ekki þjónustuver, en upplýsingar um dagskrá er að finna hér á heimasvæðinu og á Facebook svæði stöðvarinnar, en tengill er hér á vefsvæðinu.

Auglýsing

Auglýsing

Skjár1 © 2020