Um Skjá 1

Sjónvarpsstöðin Skjár 1 kom fyrst fyrir sjónir landsmanna 16 Október 1998 og voru útsendingar þá eingöngu bundnar við Faxaflóasvæðið með útsendingum um örbylgjuloftnet.

Á dagskrá var fjölbreytt úrval þátta sem almenningur tók miklu ástfóstri við.

Breskir gamanþættir voru fyrirferðarmiklir í dagskrá stöðvarinnar og bar þar hæst Allt í Hers Höndum, Veldi Brittas, Blackadder, Dýrin Mín Stór & Smá, Jeeves & Wooster og Bottom. Þá voru þó nokkrir innlendir sjónvarpsþættir í boði í samstarfi við framleiðendur.

Dagskrárstefna Íslenska Sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá 1, er að streyma kvikmyndum með íslenskum texta í sd (standard) mynd & hljómgæðum í línulegri dagskrá með 24 stunda „skjáflakki eða hliðrænum áhorfsmöguleika“ í heildsölu til aðila sem reka dreifikerfi til endanotenda.

Áhorfsmælingar sýndu að Skjár 1 varð á stuttum tíma ein vinsælasta sjónvarpsstöð landsins. Lengi hefur staðið til að endurvekja upphaflega Skjá 1 og fór stöðin aftur í loftið í „flugumynd“ árið 2019 og síðar alfarið þann 1 apríl 2020 um eigið streymi.

Frá og með 12 febrúar 2021 er Skjár 1 einungis seldur í heildsölu sem hluti af kvikmyndapakkanum „Bara Bíóstöðvar“ ásamt endur-varpsstöðvunum Moviestar, Golden Classic Movies & Lonestar Channel.

Heildarsýningar kvikmynda pr. mánuð eru um 120 hjá Skjá 1 og 720 hjá endur-varpsstöðvunum sem gerir pakkann áhugaverðan fyrir unnendur kvikmynda sem geta nú loks fengið sérhæfðar kvikmyndastöðvar í einum bíópakka beint heim í stofu eða á hótelherbergið, auk þess að hafa „skjáflakks“ möguleika í allt að 24 stundir og geta því horft þegar hentar, hvar sem er, á hvaða tæki sem er og hvenær sem er. Hér sameinast línulegt & hliðrænt áhorf með um 840 kvikmyndasýningar á mánuði.

Sýningartímar kvikmynda Skjás 1 eru alla daga klukkan 5 – 7 – 9 & 11. Sýningartímar endur-varpsstöðvanna eru frá Kl: 12:00 og fram yfir miðnætti.

Opinber dreifing eða hvers kyns miðlun á sjónvarpsmerki Skjás 1 og tengdra miðla er óheimil auk þess sem óheimilt er með öllu að tengja sjónvarpsmerkið á dreifikerfi Hótela, verslana, veitingastaða osfrv. Ofangreint varðar við lög um fjölmiðla og lög um höfundarrétt.

Þar sem efni stöðvarinnar er eingöngu áframselt til þriðja aðila rekur íslenska sjónvarpsfélagið ekki þjónustuver, en upplýsingar um dagskrá er að finna hér á heimasvæðinu og á Facebook svæði stöðvarinnar, en tengill er hér á vefsvæðinu.

Auglýsing

Auglýsing

Skjár1 © 2020