Skjár 1

Um okkur

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð

Útsendingar Skjás 1 hófust 16 október 1998. Sjónvarpsstöðin fagnar því 25 ára “útsendingarafmæli” um þessar mundir.

Skjár 1 sendi síðast út dagskrá á tímum covid faraldsins þegar samkomubann ríkti og stór hluti þjóðarinnar var heima í sóttkví. Rúmlega 48.000 manns nýttu sér opið línulegt streymi stöðvarinnar á því 6 mánaða tímabili sem útsendingar stóðu yfir.

En allt er þegar “þrennt” er og vegna þessarra merku tímamóta nú, var ákveðið að endurvekja Skjá 1 sem sjónvarpsstöð aftur og nýta íslenskaðan efnisrétt og þá streymisreynslu sem skapaðist í faraldinum og hefja miðlun kvikmyndasýninga í opinni og endurgjaldslausri dagskrá með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar um vefsvæðið www.skjar1.is

Upphaflegt markmið Skjás 1 var að ná til þjóðarinnar, skemmta landsmönnum og veita ókeypis afþreyingu með íslenskum texta og skapa gott og öðruvísi sjónvarp en þá var almennt í boði.

Þetta á ekki síst við enn þann dag í dag, nú þegar erlend áhrif streyma yfir landsmenn, hefur það gilda markmið aldrei verið eins mikilvægt og einmitt nú að bjóða íslenskað efnisframboð, en Skjár 1 hefur ákveðið að senda eingöngu út línulega dagskrá með fyrirfram ákveðnum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga og er meginuppistaðan í efnisúrvali stöðvarinnar kvikmyndir sem eru ekki í boði á öðrum miðlum til að skapa sér ákveðna sérstöðu á íslenskum afþreyingarmarkaði.

Kvikmyndir Skjás 1 eru kynntar með þeim íslensku heitum sem þær fengu við frumsýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og er haldið í þá góðu hefð að bjóða landsmönnum nú sömu sýningartíma og þá, en nú er “frítt inn” á allar sýningar og áhorfendur geta horft um eigin snjalltæki hvar sem þeir eru staddir á landinu. Myndgæðin eru í háskerpu 1920x1080p og er búið að tryggja sjónvarpsstöðinni nægt sýningarefni til næstu ára.

Rekstrargrundvöllur Skjás 1 miðast við að bjóða kostanir og auglýsingar á dagskrárliði sína framvegis.

Streymt er út um eigið vefsvæði með myndstreymi sem við kjósum að kalla skjásýn. Fleiri dreifingarmöguleikar er í skoðun og verða kynntir þegar nær dregur.

Skjár 1 er skrásett vörumerki hjá Hugverkastofu og er starfræktur af Íslenska Sjónvarpsfélaginu.

Íslenska Sjónvarpsfélagið (6809891419) | Leit | Skatturinn – skattar og gjöld

Skjár 1 er skráður hjá Fjölmiðlanefnd: Skjár 1 – Fjölmiðlanefnd (fjolmidlanefnd.is)

Íslenska Sjónvarpsfélagið er efnisrétthafi alls efnisréttar sem birtist á miðli félagsins.

Til að hafa samband við sjónvarpsstöðina er tölvupóstfang skjar1@skjar1.is og svarað er í síma 415 1111 alla virka daga frá kl: 13:00 – 16:00