Skjár 1

Um okkur

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð stofnuð 1998

Útsendingar Skjás 1 hófust 16 október 1998. Sjónvarpsstöðin fagnar því 25 ára “útsendingarafmæli” um þessar mundir.

Skjár 1 sendi einnig út dagskrá á tímum covid faraldsins þegar samkomubann ríkti og stór hluti þjóðarinnar var heima í sóttkví. 

En allt er þegar “þrennt” er og vegna þessarra merku tímamóta, var ákveðið að endurvekja Skjá 1 sem sjónvarpsstöð aftur og nýta íslenskaðan efnisrétt félagsins, auk  streymisreynslu sem skapaðist í faraldinum og hefja miðlun kvikmyndasýninga í opinni og endurgjaldslausri dagskrá með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar um vefsvæðið www.skjar1.is

Íslensk heiti dagskrárliða:

Það hefur verið hefð í íslensku sjónvarpi að þýða heiti dagskrárliða og frá upphafi útsendinga hefur Skjár 1 ávallt notast við íslensk heiti dagskrárliða sinna. Kvikmyndir Skjás 1 eru því margar hverjar kynntar með þeim íslensku heitum sem þær fengu við frumsýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Þá er haldið í þá góðu hefð að bjóða landsmönnum sömu sýningartíma og þá, en nú er “frítt inn” á allar sýningar og áhorfendur geta horft um eigin snjalltæki hvar sem þeir eru staddir á landinu.

Myndgæðin eru í háskerpu 1920×1080 (FHD).

Rekstrargrundvöllur Skjás 1 miðast við að bjóða kostanir og auglýsingar á dagskrárliði sína framvegis.

Streymt er út um eigið vefsvæði með myndstreymi sem við kjósum að kalla skjásýn sem er CDN streymi.

Fleiri dreifingarmöguleikar eru ávallt í skoðun.

Skjár 1 er skrásett vörumerki hjá Hugverkastofu og er rekið af Íslenska Sjónvarpsfélaginu, sem er eitt elsta afþreyingar fyrirtæki landsins, stofnað 5 Nóvember árið 1986 í upphafi myndbandavæðingarinnar, en félagið var einn fyrsti útgefandi & dreifingaraðili kvikmynda með íslenskum texta á VHS myndböndum undir vörumerkjunum IFM & FM Dreifing. Þá rak félagið einnig fjölmargar myndbandaleigur á höfuðborgar svæðinu, auk þess að hafa stofnað 2 innlendar sjónvarpsstöðvar, Skjá 1 árið 1998 og Stöð 1 árið 2010.

Íslenska Sjónvarpsfélagið er efnisrétthafi allra sýningarréttinda sem birtast á miðli félagsins samkvæmt efnisréttarsamningum.

Skjár 1 er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd.

Til að hafa samband við sjónvarpsstöðina er tölvupóstfangið:  skjar1@skjar1.is