Skjár 1

Velkomin á Skjá Eitt

LÍNULEG DAGSKRÁ
ALLA DAGA FRÁ KL 17:00

Smelltu hér að neðan til að horfa á beint streymi:

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fyrst fór í loftið þann 16 október árið 1998.

Dagskrárstefna Skjás 1 er að sýna kvikmyndir með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar í beinni línulegri útsendingu.

Skjár 1 miðlar efni sínu  yfir internetið um CDN sem er s.k. content delivery network, líkt og venjulegt sjónvarp en þó eins og streymisveitur notast við í dag. CDN er kerfi sem hjálpar til við að sjónvarpssendingar nái til áhorfenda á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstum töfum og truflunum þó margir séu að horfa á samtímastraum hverju sinni.

Skjár 1 er „OPIN & ÓKEYPIS“ þar sem við innheimtum ekki áskriftargjald fyrir dagskránna okkar.

Dagskrárefni Skjás 1 er kynnt með íslenskum heitum. Myndgæðin eru í háskerpu 1920x1080p. (FHD)

Við tilkynnum um nýjungar og bilanir á Facebook

Rekstraraðili Skjás 1 er Íslenska Sjónvarpsfélagið sem stofnað var 5 Nóvember 1986 og telst því eitt elsta starfandi efnisréttar  fyrirtæki landsins, en félagið var eitt af fyrstu VHS myndbanda útgefendum landsins og rak fjölda myndbandaleiga í Reykjavík. Þá stofnaði félagið einnig sjónvarpsstöðina Stöð 1 árið 2011 sem var fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að vera alfarið dreift á netinu.