Skjár 1

Velkomin á Skjá Eitt

LÍNULEG DAGSKRÁ
ALLA DAGA FRÁ KL 17:00

Smelltu hér að neðan til að horfa á beint streymi:

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fyrst fór í loftið þann 16 október árið 1998.  Dagskrárstefna Skjás 1 er að sýna kvikmyndir með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar í beinni línulegri útsendingu.

Upphaflegt markmið Skjás 1 var að ná til þjóðarinnar sem í þá daga bjuggu við takmarkaða sjónvarpsdreifingu um vhf & uhf loftnetadreifingu, skemmta landsmönnum og veita endurgjaldslausa afþreyingu með íslenskum texta og skapa gott og öðruvísi sjónvarp en þá var almennt í boði.

Þetta á enn við í dag, nú þegar erlend áhrif streyma yfir landsmenn, hefur þetta markmið aldrei verið eins mikilvægt og einmitt núna og með nýrri tækni náum við til allra landsmanna sem eru net-tengdir. Dagskrárefni Skjás 1 er kynnt með íslenskum heitum. Myndgæðin eru í háskerpu 1920x1080p. (FHD)

Rekstrargrundvöllur Skjás 1 miðast við að bjóða kostanir og auglýsingar á dagskrárliði sína framvegis. 

Skjár 1 er opin og án endurgjalds. Við innheimtum ekki áskriftargjald fyrir dagskránna okkar, en áskiljum okkur rétt il að innheimta “myndlyklagjald” kr 795.- á mánuði fyrir aðgengi að dreifikerfum þriðja aðila. Um er að ræða ýmis öpp sem eru væntanleg sbr. Android, Apple TV, LG, Samsung, Android TV og fleiri.

Við bendum á að áhorf um okkar eigið vefsvæði er ókeypis og spilarinn hefur Airplay & Chrome eiginleika, auk þess sem hægt er að horfa í öllum snjalltækjum með nettengingu.

Línulegt streymi Skjás 1 er um eigið vefsvæði um streymisspilara um CDN (Content Delivery Network). CDN er kerfi sem hjálpar til við að sjónvarpssendingar nái til áhorfenda á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstum töfum og truflunum.

Við tilkynnum um nýjungar og bilanir á Facebook

Rekstraraðili Skjás 1 er Íslenska Sjónvarpsfélagið sem var stofnað 5 Nóvember 1986 og telst því eitt elsta starfandi efnisréttar (content) fyrirtæki landsins, en félagið var eitt af fyrstu myndbandaútgefendum landsins og rak fjölda myndbandaleiga í Reykjavík auk þess að hafa einnig stofnað sjónvarpsstöðina Stöð 1.