Skjár 1

Velkomin á Skjá Eitt

LÍNULEG DAGSKRÁ
ALLA DAGA FRÁ KL 17:00

Smelltu hér til að horfa á beint streymi

Skjár 1 er íslensk sjónvarpsstöð sem fyrst fór í loftið þann 16 október árið 1998 og fagnar stöðin því 25 ára “útsendingarafmæli” um þessar mundir. Dagskrárstefna Skjás 1 er að sýna kvikmyndir með íslenskum texta á föstum sýningartímum klukkan 5,7,9 & 11 alla daga vikunnar.

Stuttir dagskrárliðir á milli kvikmynda eru einnig á dagskrá, en höfuðáhersla okkar eru kvikmyndir. 

Upphaflegt markmið Skjás 1 var að ná til þjóðarinnar, skemmta landsmönnum og veita endurgjaldslausa afþreyingu með íslenskum texta og skapa gott og öðruvísi sjónvarp en þá var almennt í boði. Þetta á enn við í dag, nú þegar erlend áhrif streyma yfir landsmenn, hefur þetta markmið aldrei verið eins mikilvægt og einmitt núna. Dagskrárefni Skjás 1 er kynnt með þeim íslensku heitum sem kvikmyndirnar fengu við frumsýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Myndgæðin eru í háskerpu 1920x1080p.

Rekstrargrundvöllur Skjás 1 miðast við að bjóða kostanir og auglýsingar á dagskrárliði sína framvegis. 

Skjár 1 er opin og án endurgjalds. Við innheimtum ekki áskriftargjald fyrir dagskránna okkar.

Streymt er út um eigið vefsvæði um streymisspilara sem við kjósum að kalla skjásýn, eða CDN (Content Delivery Network). CDN er kerfi sem hjálpar til við að sjónvarpssendingar nái til áhorfenda á sem hagkvæmastan hátt og með sem minnstum töfum og truflunum.

Kerfið er mjög mikilvægt til að tryggja upplifun af sjónvarpsefni, sérstaklega í ríkjum þar sem notendur eru margir þar sem það samanstendur af netþjónum sem eru staðsettir í gagnaverum sem næst notendum og fer fjöldi netþjóna og staðsetning eftir fjölda notenda. Fyrir streymisveitu sem miðlar efni til Íslands er þetta e.t.v. einungis spurning um fáar staðsetningar á netþjónum en annars staðar þar sem um er að ræða milljónaþjóðir er fjöldi netþjóna staðsettur í gagnaverum út um allan heim enda þarf hver og einn notandi að ná sambandi við slíkan netþjón til að geta streymt efninu til sín. 

Til stendur að auka dreifingar-möguleika á næstunni.

Skjár 1 mun opna vod þjónustu með “hliðræna” áhorfsmöguleika fyrir þá sem kjósa að horfa “þegar þeim hentar” og verður innheimt mánaðargjald fyrir þá þjónustu. Stefnt er að því að slík þjónusta verði opnuð á öðrum ársfjórðungi 2024. 

Skjár 1 er starfræktur af Íslenska Sjónvarpsfélaginu sem var stofnað árið 1986.