22. Nóvember:
14. Nóvember:
Í dag sótti Skjár 1 um hlutfallslegan styrk hjá Fjölmiðlanefnd vegna kostnaðar við textun á efni fyrir börn yngri en 12 ára.
11. Október:
Íslenska Sjónvarpsfélagið sótti nýverið um styrk hjá Fjárlaganefnd fyrir næsta ár og geta áhugasamir kynnt sér erindið á þessum hlekk:
9. Október:
Það er okkur einstök ánægja að tilkynna að við höfum veitt heimild til miðlunar sjónvarpsmerkis okkar til handa Landspítala Háskólasjúkrahúsi á öll viðtæki á innra dreifikerfi Spítalanna og því ánægjulegt að geta stuðlað að því að veita sjúklingum áhorf á fastar kvikmyndasýningar, enda getur tíminn á sjúkrahúsi liðið hægt stundum og því gott að geta gleymt sér yfir bíómynd í skamma stund.
Dreifing er hafin á sjónvarpsmerki okkar í samstarfi við Skjámynd ehf sem rekur upplýsinga og dreifingarkerfi fyrir hótel og eru fyrstu hótelin nú tengd og bjóðum við nýja áhorfendur KEA Hótela velkomna í frítt áhorf á Skjá 1.
September:
Dreifing er hafin um Android TV app sem hægt er að nálgast á Google Play store, en appið er fyrir nettengd sjónvarpstæki sem keyra á Android TV stýrikerfi önnur en WEB OS & Samsung Tizen sem kunna að verða í boði síðar.
Ný dreifing um ÖPP í Ágúst – 2024
Dreifing er nú hafin um ANDROID síma & spjaldtölvur á Google Play Store.
Dreifing er hafin um „ÖPP“ fyrir Apple IOS síma, spjaldtölvur og Appel TV box. Eingöngu er hægt að sækja þau á EU App store. (EKKI USA) Vinsamlegast athugið að það sé uppfært stýrikerfi sem hér segir:
Apple TV – tvOS 16.0 eða nýrra
iPhone – IOS 12.0 eða nýrra.
iPod touch – IOS 12.0 eða nýrra
Mac – macOS 11.0 eða nýrra og MAC með Apple M1 eða nýrra.
Apple Vision: – visionOS 1.0 eða nýrra.
Maí – 2024
Dreifing er hafin á sjónvarpsmerki okkar á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum.