Skjár 1

Tilkynningar

22. Nóvember:

Frá og með næstu viku verður allt myndefni aldursgreint sem tekið er til sýningar samkvæmt samræmdum evrópskum staðli um skoðun og aldursgreiningu kvikmynda og kvikmyndir sem ekki eru aldursgreindar við hæfi barna verða því ekki teknar á dagskrá fyrr en eftir kl: 22:00 á föstudags & laugardagskvöldum og kl: 21:00 önnur kvöld framvegis þar sem okkur hafa borist ofangreind tilmæli frá Fjölmiðlanefnd.
 
Eðli málsins samkvæmt er þetta bundið í lög um starfsemi fjölmiðla eins og gilda um sjónvarpsstöðvar á borð við Skjá 1 og okkur því bæði ljúft og skylt að hlýta þeim lögum sem gilda um starfsemina. Því förum við á fullt næstu daga við að samræma okkar fyrri aldursgreiningar við samræmingarskrá Evrópuríkja og væntum þess að allt efni, án undantekninga verið klárt strax á mánudag.
Við vonum að áhorfendur okkar sýni þessu skilning. 
 
Áhorfendur okkar mega því búast við breyttu útliti á útsendum kvikmyndum hjá okkur á næstunni með aldursgreiningum og hvetjum við foreldra og forráðamenn barna og ungmenna að virða aldurstakmörkin.
 
Takk fyrir að horfa!
—————————————————————————————————————————————————————————————————
 

14. Nóvember:

Í dag sótti Skjár 1 um hlutfallslegan styrk hjá Fjölmiðlanefnd vegna kostnaðar við textun á efni fyrir börn yngri en 12 ára.


11. Október:

Íslenska Sjónvarpsfélagið sótti nýverið um styrk hjá Fjárlaganefnd fyrir næsta ár og geta áhugasamir kynnt sér erindið á þessum hlekk:


9. Október:

Það er okkur einstök ánægja að tilkynna að við höfum veitt heimild til miðlunar sjónvarpsmerkis okkar til handa Landspítala Háskólasjúkrahúsi á öll viðtæki á innra dreifikerfi Spítalanna og því ánægjulegt að geta stuðlað að því að veita sjúklingum áhorf á fastar kvikmyndasýningar, enda getur tíminn á sjúkrahúsi liðið hægt stundum og því gott að geta gleymt sér yfir bíómynd í skamma stund.

Í morgun barst okkur formlegt svar frá tæknideild sem hljóðar þannig:
 
„Að taka inn nýja stöð inn á LSH hefur töluverðan kostnað í för með sér og kostar töluverða vinnu. Ég hef ekki gert ráð fyrir að setja þessa stöð inn á næstunni en það væri mögulegt að koma henni að næst þegar við þurfum að uppfæra stöðvalistann hjá okkur“.
 
Vonandi er þá ekki langt að bíða þess að stöðvalistinn verði uppfærður.
—————————————————————————————————————————————-
 

Dreifing er hafin á sjónvarpsmerki okkar í samstarfi við Skjámynd ehf sem rekur upplýsinga og dreifingarkerfi fyrir hótel og eru fyrstu hótelin nú tengd og bjóðum við nýja áhorfendur KEA Hótela velkomna í frítt áhorf á Skjá 1.

—————————————————————————————————————————————————————————————————–


September:

Dreifing er hafin um Android TV app sem hægt er að nálgast á Google Play store, en appið er fyrir nettengd sjónvarpstæki sem keyra á Android TV stýrikerfi önnur en WEB OS & Samsung Tizen sem kunna að verða í boði síðar.



Ný dreifing um ÖPP í Ágúst – 2024

Dreifing er nú hafin um ANDROID síma & spjaldtölvur á Google Play Store. 

Dreifing er hafin um „ÖPP“ fyrir Apple IOS síma, spjaldtölvur og Appel TV box.  Eingöngu er hægt að sækja þau á EU App store. (EKKI USA) Vinsamlegast athugið að það sé uppfært stýrikerfi sem hér segir:

Apple TV – tvOS 16.0 eða nýrra

iPhone  – IOS 12.0 eða nýrra.

iPod touch – IOS 12.0 eða nýrra

Mac – macOS 11.0 eða nýrra og MAC með Apple M1 eða nýrra.

Apple Vision: – visionOS  1.0 eða nýrra.



Maí – 2024

Dreifing er hafin á sjónvarpsmerki okkar á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að horfa á beint línulegt netstreymi:

Náðu í appið sem hentar þínum miðli

Væntanleg Öpp sem eru í vinnslu hjá okkur núna