Skjár 1

Persónuverndarstefna:

Persónuverndarstefna Íslenska Sjónvarpsfélagsins.

Við tökum hlutverk okkar alvarlega og leggjum ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar þínar í samræmi við lög og reglur.

Með persónuverndarstefnu þessari viljum við gera þér grein fyrir hvernig söfnun, geymsla og annarri vinnslu persónuupplýsinga er háttað hjá okkur.

Íslenska Sjónvarpsfélagið vinnur aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi.

Fjölmiðlaþjónusta:

Upplýsingar verða til þegar þú notar fjölmiðlaþjónustu Skjás 1 og um þjónustuna gilda, auk laga um persónuvernd, m.a. lög um fjölmiðla nr. 38/2011. Persónuupplýsingarnar sem við söfnun þegar þú notar fjölmiðlaþjónustuna eru m.a.:

  • Almennar og grunnupplýsingar, en auk þess söfnum við upplýsingum um áhorf og aðrar aðgerðir sem hér segir: 
  • Upplýsingar um notkun og tengingu við smáforrit (app) og vefsíður.