Spurt & Svarað
Hér reynum við að svara algengum spurningum varðandi Skjá Eitt:
Vinsamlegast athugið að unnið er að því að innleiða síðar öpp fyrir LG WEb Os & Samsung Tizen stýrikerfi.
Fylgstu með nýjustu fréttum á Facebook svæðinu okkar
- Já, Skjár Eitt er án endurgjalds. Hins vegar er hægt að styrkja sjónvarpsrásina með frjálsum framlögum, sjá annarsstaðar hér á
heimasvæðinu
- Það er ókeypis.
- Nei, spilarinn er línulegur án þessara möguleika, einnig öppin.
- Sem stendur er Skjár Eitt eingöngu kvikmyndarás. Við sýnum "retró" sjónvarpsþætti með Lucy Ball, Bonanza og fl. á milli dagskráratriða.
- Við lítum á hliðrænt áhorf sem "annan markað" og munum kanna með að bjóða hliðrænt áhorf síðar. Sú þjónusta verður þá hefðbundin VOD leiga gegn leigugjaldi fyrir hverja mynd og verður í boði hjá öðrum þjónustuaðila.
- Nei. Skjár Eitt hefur kosið að byggja upp eigin "innviði" með dreifikerfi um "öpp".
- Rekstraraðili Skjás Eitt er Íslenska Sjónvarpsfélagið, kennitala 680989-1419, en félagið var stofnað 5 Nóvember 1986 og telst því eitt elsta starfandi efnisréttar félag landsins.
Skjár 1 er skráður hjá Fjölmiðlanefnd hér: Skjár 1 - Fjölmiðlanefnd
- Nei, einfalt svar er að Skjár 1 rann aldrei inn í Símann, heldur annað vörumerki með svipað heiti með aðrar dagskráráherslur í eigu annarra aðila.
- Eins og að ofan var það upphafleg hugmynd stofnenda að færa "kvikmyndahúsið" beint heim í stofu og á þeim tíma tíðkaðist að gefa kvikmyndum í sýningu íslensk heiti. Skjár 1 heldur því í hefðina. Almennt séð þýða íslenskar sjónvarpsstöðvar yfirleitt erlenda dagskrárliði á íslensku.
- Upphafleg viðskiptahugmynd stöðvarinnar byggir á þeirri nálgun að fjölmargir áhorfendur vilja sækja sér afþreyingu á fyrir fram ákveðnum sýningartímum.
Við færum kvikmyndasalinn heim í stofu til áhorfenda og eru sýningartímar því þeir sömu og þá tíðkuðust.
- Nei, þar sem erum ekki með áskrift og innheimtum ekki greiðslu er engum upplýsingum um áhorf eða „viðskiptavini“ safnað af hálfu stöðvarinnar.
- Já, við greinum eftir 24 stundir hvaða áhorf var á
vefspilarann á netsvæðinu og öllum öppum auk umferðar á cdn kerfinu sem beinir efni á aðra skjámiðla, en við getum ekki greint „áhorfendur sem slíka“ þ.e. aldur eða kyn þar sem við rekum ekki viðskiptagrunn byggðan á seldum áskriftum og við getum ekki greint áhorf í mínútum eða sekúndum, einungis heildaráhorf hverju sinni.
- Við notumst við s.k. CDN eða „content delivery network“ til að miðla streymi til notenda, en þetta kerfi er notað af helstu streymisveitum heims auk þess sem við sendum út um eigin öpp..